Færsluflokkur: Bloggar

Stúdentar í strætó




Stúdentaráð Háskóla Íslands hefir sent frá sér fréttatilkynningu þess efnis að nemar eigi allir að fá frítt í vagnana - vini vora - næsta vetur. Eins & málum er háttað nú eru það einungis nemar með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu sem eiga kost á fríum ferðum meðal vagnanna.

Gott & blessað. Hins vegar læðist sá grunur að doksa kallinum að sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu, sem reka Strætó bs., hyggist breyta fyrirkomulaginu fyrir næsta skólaár.

Vera má að öngvin fái fríkeypis í vagnana. Ef það verður endanleg niðurstaða eru skilaboðin skrýtin frá fyrirtækinu. Bjóða 30.000 manns ókeypis í tvo vetur & reyna að afla nýrra viðskiptavina til framtíðar en skera svo allt niður & láta alla borga!!! Humm, humm.

Aukinheldur var það glapræði að skera þjónusta niður í febrúar síðastliðinn ef tilgangur með nemakortunum hefir verið sá að sýna fram á að almenningssamgöngur séu nú ekki svo slæmar eptir allt saman. 

Kyrrlíft kvöld

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/5/5b/Citaro_LE_100_2647.jpg/800px-Citaro_LE_100_2647.jpg

Hinn kyrrsami & kýmilyrti dr. kannaði leið 1 út í hörgul í gærkvöldi. Doksi kallinn - fráleitt kalinn - sat meðal 25 vagnverja í 25 Citelis (skemmtileg kombinasjón þar á ferð) vagninum er lagði úr höfn við Hamraborgina stundvíslega kl. 19:35.

Ferðin var unaðsleg í alla staði. Á örskotsstundu var vagninn kominn að torgi þeirra Reykvíkinga. Reyndar er það álitaefni hvort slíkt sé jákvætt.

Dr.-inn rölti & ráfaði um Reykjavíkina um stund. Hann sá að Citelisvagnar báru ábyrgð á leið 14. Hann skeytti því í öngvu svo sem & hóaði heldur í hinn glæsta 22 vagn þeirra Fjarðarmanna. Hinn þýskættaði var á leið 1 - leið leiðanna - & beygði tignarlega af Hverfisgötu inn á Lækjartorgið á slaginu 21:20.

Dr.-inn gerði sér að góðu að ganga frá Arnarnesinu hvar leiðin í lautina - leið 2 - er á klukkutímafresti á kvöldin.


Hin þýskættuðu þægindi



Hinn blíðláti & borubratti dr. böðlaðist í leið 2 venju samkvæmt í sári morgunsins. Hann spígsporaði að biðstöðinni & sá 12 Heuliezdverginn silast upp Fífuhvammsveginn um kl. 7:30.  Fjarska gaman var að sjá liðvagn í fjarska á leið 1. Doksi kallinn sá ekki betur en þetta væri Volvo liðvagnajálkurinn.

Við torg hinna himnesku Hálsa voru stærðirnar þekktar & vagnverjar margir. 25 Citelis var klár á leið 4 sem & rútuskratti á leið upp í Hóla. Fleiri skrattar sáust, t.a.m. á leið 2. Teiti kallinn bauð dr.-num upp í hinn glæsta & þýskættaða T9 vagn sem & hann þáði með alúðarþökkum.

Þjóðverjinn skilaði svo dr. að mennta- & menningarsetrinu við Heiðina um kl. 7:43.




Í tjóninu með Teita


Hinn válegi en þó veraldarvani dr. stökk upp í 48 Citelisvagninn aptur í dag. Sá var vitaskuld á leið 1 & lagði í´ann frá Hlemmtorgi um kl. 16:15. Er doksi kallinn klöngraðist inn heyrðust tungur eigi svá framandi í vinum vorum; tvær pólskar konur & karlmaður einn, líklega frá Lítháen.

Fljótlega fylltist vagninn af oss vagnverjum & sneisafullur hélt hann um Miklubraut & suður í bæinn hjá vogunum tveimur.

Frá torgi hinna himnesku Hálsa hér í Voginum hóaði dr.-inn í T3 á leið 36. Nú skyldi setið að Hvömmum í rangsælis hringleiðinni í MB Auwartervagni.

Frá Hvömmum kom hinn tólfti Teiti aðvífandi. Doksi kallinn fékk sérferð & undi því heldur illa hvar hann sachnaði ykkar vagnverja. Dr. komst heilu & höldnu að Hálsatorginu hvar hann bíður nú eptir leið 2 til að færa hann í fegurstu laut veraldar - Stútulautina.

Amen.


Vinurinn ó ræstur út

22_vagninn.jpg

Hinn gunnreifi & galsafulli dr. átti afbragðssetur með leið 1 í gærkvöldi. Því miður varð hann að ræsa óvininn - einkabílinn - hvar hann missti af leið 2 við lautina fögru. Hann brunaði með þeim kölska upp í Hamraborg & hóaði þar í hinn glæsta 22 MB vagn um kl. 20:35. Ó hvílík sæla - hvílíkur munur.

Dr.-inn hreyfði sig hvergi úr MB vagninum fyrr en hann lenti við torg þeirra Reykvíkinga. Um 20 vagnverjar voru í vagninum þegar mest var & eftirtektarvert að stór hluti þeirra var á leið alla leið að endastöðinni á Hlemmi. Máske ekki svo skrýtið þegar dýpra er kafað; engin er leið 4 á kvöldin nema á milli Hálsatorgs & Hóla & leið 2 ku vera aðeins á klukkutímafresti.

Dr.-inn smeygði sér svá inn í leið 1 við Barónsstíginn um kl. 22:16. Kom þar askvaðandi 48 Citelisvagninn. Nú er kominn tími til að hressa upp á sætin í honum Fjarðarmenn. Þrátt fyrir ungan aldur eru þau orðinn snjáð & útjöskuð. Drífa sig - kkkkooommmmaaaa sssvvvvooooo!!!

48_vagninn.jpg


Dr.-inn kveður sér hljóðs

Dr.-inn í Mekka

Mínir víðförlu vagnverjar & aðrir velunnarar almenningssamgangna!

Dr.-inn frá hinni kópvægsku Stútulaut hefir ákveðið að kveða sér hljóðs hér & hvíla sig á öðrum vettvangi. Síðan verður að öllu óbreyttu óður til almenningssamgangna en þeim er engan veginn gert hátt undir höfði á höfuðborgarsvæðinu eins & staðan er nú um stundir.

Já, mínir virðulegu vagnverjar. Vagnarnir eru vinir okkar. Göngum vel um þá & njótum hverrar ferðar. Engir tveir hringir í vögnunum eru eins.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband