Furðusagnakenndar ferðir

http://straeto.blogcentral.is/AlbumImage.ashx?id=922219

Hinn einkennisklæddi & einarði dr. var í heldur einkennilegum vagnaferðum í glampandi glaðasól gærdagsins.

Doksi kallinn valhoppaði að Hamraborginni kl. 14:35 & óttaðist að vera búinn að missa af leið 1 niður í miðbæinn. En aldeilis ekki. Lox örlaði á 65 Karosavagninum & renndi hann upp að borginni kl. 14:43. Vagninn var sneisafullur, með barnavagna & reiðhjól & um 50 vagnverja. Varla skýrir það þó þessa mikla töf.

Leið 2 beið & beið eptir hinni fyrstu leið & ók vagnstjórinn hringtorgin tvö af mikilli áfergju meðan hann hinkraði. Sérkennilegt.

Heimleið doksa var aukinheldur furðuleg. Hann hóaði í 37 Agoravagninn á leið 1 um kl. 17:45 hjá Regnboganum. Þegar dr. sté inn í vagninn sátu tveir ungir menn framarlega með hatta & héldu á forláta Smirnoff flösku. Doksi hélt nú að neyslan væri harðbönnuð í vögnunum - vinum vorum. Hann gekk aptar í vagninn til að angra ekki ungviðið við neysluna.

Dr.-inn settist aptarlega í Agora hvar hann heyrði skyndilega kvissið fræga er dósabjór opnast. Doksi leit til hliðar & sá enn einn piltinn kneyfa hvítfyssandi mjöðinn hressilega.

Vagnverjar - neytum áfengisins utan vagnanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband