Aptur hjer ...

Dr.-inn endurvekur hér með blog.is síðu sína hvar blogcentral virðist hafa yfirgefið heim þennan.

Nú er bara spurning hvort doksi kallinn nái að finna reynsluvagninn Volvo B7R sem hefir fengið númerið 186???

Sá hann síðast á leið 1 - leið leiðanna.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Furðusagnakenndar ferðir

http://straeto.blogcentral.is/AlbumImage.ashx?id=922219

Hinn einkennisklæddi & einarði dr. var í heldur einkennilegum vagnaferðum í glampandi glaðasól gærdagsins.

Doksi kallinn valhoppaði að Hamraborginni kl. 14:35 & óttaðist að vera búinn að missa af leið 1 niður í miðbæinn. En aldeilis ekki. Lox örlaði á 65 Karosavagninum & renndi hann upp að borginni kl. 14:43. Vagninn var sneisafullur, með barnavagna & reiðhjól & um 50 vagnverja. Varla skýrir það þó þessa mikla töf.

Leið 2 beið & beið eptir hinni fyrstu leið & ók vagnstjórinn hringtorgin tvö af mikilli áfergju meðan hann hinkraði. Sérkennilegt.

Heimleið doksa var aukinheldur furðuleg. Hann hóaði í 37 Agoravagninn á leið 1 um kl. 17:45 hjá Regnboganum. Þegar dr. sté inn í vagninn sátu tveir ungir menn framarlega með hatta & héldu á forláta Smirnoff flösku. Doksi hélt nú að neyslan væri harðbönnuð í vögnunum - vinum vorum. Hann gekk aptar í vagninn til að angra ekki ungviðið við neysluna.

Dr.-inn settist aptarlega í Agora hvar hann heyrði skyndilega kvissið fræga er dósabjór opnast. Doksi leit til hliðar & sá enn einn piltinn kneyfa hvítfyssandi mjöðinn hressilega.

Vagnverjar - neytum áfengisins utan vagnanna.

Þessi blíðláti dagur

http://www.weathersnob.com/pictures/sun.jpg


Dr.-inn hélt áleiðis á leið í morgun í einmuna blíðu & kyrrviðri. Doksi kallinn hitti fyrir leið 24 við Smárahvammsveg um kl. 9:42 & buðu þeir Fjarðarmenn upp á 51 Heuliezdverg á þeirri vacht.

Vagnstjórinn tímajafnaði fagurlega við Smáratorgið en hélt svo áleiðis að Mjódd Breiðhyltinganna.

Við Þönglabakkann sást eitt & annað athyglivert. Metanvagn var á leið 12 & er gott & gaman til þess að vita að þeir eru ekki bara brúkaðir á leið 14.

Dr.-inn sté stórmannlega inn í 24 Citelis á leið 4 í Mjóddinni. Einvörðungu einn vagn ekur hina fjórðu leið á laugardögum & er hún í styttri kantinum: Hamraborg-Mjódd-Fellaskóli. 

Sú ákvörðun að aka ekki að Hlemmi með leið 4 kvöld & helgar, leiðir hugann óneitanlega að vagnverjum í hinni kópvægsku Skeljabrekku. Í því skýli stanzar aðeins leið 4 & þá væntanlega öngvin hvar hún ekur ekki að Hlemmtorginu.

& talandi um skrýtnar ákvarðanir. Er ekki kominn tími til að leið 2 hætti að aka hringinn um Salaveg & endi við Salalaug/Versali? Er ekki kominn tími til að lengja leiðina & bæta samgöngur við íbúa í Kórum & Vatnsenda? Tæplega er um mikinn kostnaðarauka að ræða í þessu tilviki.

Leið 28 gæti hlaupið í skarðið & ekið Salaveginn. Eina leiðinlega við það væri að leið 28 stoppaði þá ekki við Salalaugina & Salaskóla.

http://www.straeto.is/media/leidarkerfi/sumar-2008/vetur/leid2.JPG

Slóðaháttur & slæpingur



Meðan Bílastæðasjóður Reykjavíkur væðir sig áfram & gerir fólki kleift að greiða fyrir bílastæði með einföldum hætti - eins & greiðslukortum - er byggðasamlagið, Strætó bs. nýbúið að setja upp neðangreint skilti á algengustu biðstöðvar sínar:



Þetta segir ákveðna sögu um stöðu almenningssamgangna hér á landi á. Hví ekki að einfalda málið & hækka fargjaldið úr 280 kr. í 300 kr.? Þá ættu vagnstjórar auðveldara með að gefa til baka? Eða hvað er málið? Treystir byggðasamlagið ekki vagnstjórunum?

Er ekki kominn tími til að auðvelda vagnverjum að kaupa sér fargjöld líkt & gerist í flestum öðrum ríkjum Evrópu???

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/0/04/London_bus_ticket_machine.JPG

Helúís & Cítelís

http://www.tatra-servis.ru/images/iveco_citelis_1.jpg

Á Heiðina doktorinn hélt
í Heuliezdvergi.
Í strætónum var steingelt
- staðið var þar hvergi.

Hinn stöndugi & stangaði dr. stóð fráleitt í leið 2 í Heuliezdvergi morgunsins. Um tugur vagnverja þáði boð með vagni þessum sem ku vera sá tólfti úr röðum þeirra Fjarðarmanna.

Frá torgi hinna himnesku Hálsa heilsaði T9 vagn hans Teita á leið 28. Hinn glæsti MB var á vacht & fagnaði dr.-inn því vel & innilega ásamt hinum vagnverjanum.

Dr.-inn varð aukinheldur auðmjúkur & lotningarfullur hvar Citelisvagn kom að skýlinu við Túnbrekkuna um klukkan 9:44. Vagninn leið að Hamraborg með skjótum hætti; svá hélt hann áleiðis að Wall Street Íslands, Borgartúninu, & endaði við Hlemmtorgið í myndarlegri tímajöfnun.

Doksi kallinn lét sér hinsvegar nægja að sitja í Citelisinum að Hamraborginni.

Forsætis-Jóga & Aðstoðar-Hrannar

Jóhanna Sigurðardóttir kemur til fundar í stjórnarráðinu í gær.<br /><em>mbl.is/RAX</em>

Dr.-inn rak glyrnur sínar í þessa fögru mynd af mbl.is frá margverðlauna ljósmyndaranum RAX. Þarna skeiða Forsætis-Jóga & Aðstoðar-Hrannar til starfa í Stjórnarráðinu.

Skemmtilegt er að sjá vagnana tvo í bakgrunni; annar þeirra líklega Omnicity varavagn frekar en Omnilink & hinn er vitaskuld hinn glæsti MB vagn á leið 1 - konungur vígvallanna.

Jóhanna lætur oss lítt í té
lætur sem ekkert að sé
Aðstoðar-Hrannar
er orðinn annar
er´ann að koma úr glæstum MB?

Hinir frakknesku



Hinn hraðskreiði & hugumstóri dr. komst í kynni við hina frakknesku Renault Agoraline á leið 1 við hádegisbil. Fyrstan fékk doksi kallinn hinn þorstláta 40 Agoraline um kl. 10:35 frá Hamraborginni.

Þegar síðast fréttist var hinn fertugasti vagn kominn vel yfir 800.000 km. akstur & farinn að drekka vel í sig af umhverfisvænni olíu. Hvað um það. Vagnaferðin var hin ágætasta í blíðviðrinu & sat dr.-inn fremst hjá vagnstjóranum & fylgdist með honum af áhuga & áfergju.

Frá Lækjartorginu - sem óðum vachnar til sumarlífs - fékk doksi 44 Agoralinevagninn. Sá var á svæðinu um kl. 11:32 & hapði að geyma tvo barnavagna.

Ungviðið skemmti sér konunglega í vagninum líkt & vitaskuld dr.-inn. Doksi nam staðar & kvaddi vagninn með virktum á torgi hinna himnesku Hálsa um kl. 11:50.

Farvel mínir frakknesku!


Hinn frakkneski þakinn auglýsingu að vetrarlagi - brrrrrr.

Doktor í vögnum

Hinn veraldarlegi & vísi dr. fór ekki varhluta af dvergvæðingu þeirra Fjarðarmanna þennan daginn. Hann gerði sér dælt við hinn tólfta Heuliezdverg stundvíslega klukkan 7:30. Heldur virðist vera að hægjast um í vögnunum - vinum vorum - sem eru vitaskuld ekki góð tíðindi.

Frá torgi hinna himnesku Hálsa bauð Teiti kallinn upp á sinn níunda & þýskættaða vagn. Hinn glæsti MB stóð fyrir sínu & var með 5 vagnverja innanborðs hvar doksi sté út við mennta- & menningarsetrið á Heiðinni.

Eptir góða ferð í MB tók dvergvæðingin völdin. Því miður. Dr.-inn rölti í skýli við Álfhólsveginn hvar leið 4 kom kl. 9:45. Dvergur númer 54 kom lullandi upp Túnbrekkuna en doksi kallinn vonaðist eptir 24 Citelisvagninum. Hvað um það. Vagnverjar voru vel með á nótunum í vagninum - & ágætlega fjölmennir.

Dr. sté fagmannlega úr dvergi við Hamraborg hvar hann hélt sína leið. Hið sama átti við um vagnana - vini vora.

http://straeto.blogcentral.is/AlbumImage.ashx?id=1507272

Hiklítill Heuliezvagn



Hinn spengilegi en þó sparsami dr. spásseraði um land Garðabæjar í gærkvöldi. Eptir þónokkurt rölt um spegilsléttar lendur hins bláa bæjar vildi doksi kallinn inn í vini vora - vagnana.

Dr. gekk af stað til móts við þá en horpði á eptir hinum glæsta MB vagni á leið 1 hvar hann kom í bæ Garða um kl. 20:30. En óttist eigi mínir víðförlu vagnverjar; góðu ráðin voru ekki svo dýr er þarna var komið sögu.

Dr.-inn gekk hröðum skrefum að Ásgarðinum hvar hann mætti 52 Heuliezdvergi á leið 24. Sá stutti lagði í´ann stundvíslega klukkan 20:33. Fékk doksi aukinheldur sérferð um Garðabæinn uns vagninn nam staðar við Smárahvammsveg hvar hélt hann glaður í bragði í laut sína.

http://straeto.blogcentral.is/AlbumImage.ashx?id=922207

Kópvægsk kómedía

Fegurðin á hálsatorgi er engu lík


Hinn kópvægski & kunnuglegi dr. komst í álnirnar sjúku rétt í þessu. Hann var á vappi við Hamraborg & Hálsatorg hvar hann sá 48 Citelisvagninn sneisafullan á leið í bæinn á leið 1. Líklega hefir öngvin aukavagn verið þennan daginn.

Eigi að síður var gleðilegt að sjá að vér vagnverjar fjölmennum enn í vini vora. Síðan er alltaf ankannarlegt að sjá vagnana - er halda í miðbæinn - þurfa að aka tvö hringtorg uns þeir renna niður rennuna sem sést á ofangreindri mynd.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband