Dr.-inn í rútuskratta

 


Hinn fengsæli & fráleitt fjarverandi dr. fékk sér sæti í fámennum rútuskratta á leið 2 er skreið upp að lautinni um kl. 8:28. Nemar voru líklega rígbundnir við rekkjur sínar hvar páskafrí er hafið í flestum skólum landsins. Doksi kallinn sat meðal fjögurra vagnverja.

Þegar skrattinn áði við Hamraborgina komu fáir um borð & greinilegt að færri eru á ferði nú þegar stærsta hátíð okkar kristsmanna er handan við hornið.

Stoðar lítt um þá að þrátta
þægilegir á veginum.
Útsýnið & til allra átta
á ægifögrum deginum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband